Hilmar Jensson fékk jazzbakteríuna ungur og hefur verið viðloðandi jazz alla tíð, spilað inn á grúa af plötum og með tugum tónlistarmanna í ótal löndum. Jazzinn var þó ekki nóg, því um það leyti sem fyrsta breiðskífa hans kom út fannst honum ramminn of þröngur sem hann hafði valið sér, steig út úr honum og fór að blanda saman hugmyndum og áhrifum úr ýmsum áttum. Þannig fann hann leiðina til að vera hann sjálfur.