Garganið - orgelið - heillaði Tómas Jónsson þegar hann heyrði Jon Lord spila með Deep Purple. Fram að því hafði hann talið að píanóið yrði hans eina hljóðfæri, en eftir að orgelið bættist við leið ekki á löngu að allskonar möguleg og ómöguleg hljómborð voru komin í safnið hjá honum. Fyrir vikið spilar hann allt með með öllum, allt frá poppi í framúrstefnujazz.
Lagalisti:
Tómas Jónsson - Einn
Tómas Jónsson - Að komast burt - The City of Reykjavík
3 - Sefgarðar
3 - Heilsubótarganga vélmennis
Bilað er best - Jólakort frá Düsseldorf
ADHD 9 - Síðasta bragð Geira
Frumflutt
15. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Straumar
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson