Straumar

Verk fyrir plötuspilarakvartett

Samúel Jón Samúelsson komst í kynni við básúnu í tónlistarnámi á Ísafirði og hefur eiginlega ekki lagt hana frá sér síðan. Sem básúnuleikari hefur hann leikið með óteljandi hljómsveitum og tónlistarmönnum og inn á legíó af plötum, aukinheldur sem hann hefur verið iðinn við semja tónlist og útsetja allskyns músík. Í tilefni af því þetta er 100. þátturinn af Straumum flytur Samúel Verk fyrir 4 plötuspilara sem var hluti af útskriftarverkefni hans úr tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands haustið 2022, fyrirfram unnin hljóð skorin í hljómplötu út frá gefnum forsendum.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Straumar

Straumar

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson

Þættir

,