Í framhaldsnámi sem einleikari á píanó áttaði Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir sig á því að hún væri ekki efni í píanóleikara, því hana langaði meira að semja tónlist frekar en að spila hana. Hún fór því í nám í tónsmíðum og hefur samið ýmiskonar verk síðan, til að mynda verk fyrir listhópinn Hlökk, sem hún er í, og sönglög við ljóð eftir nöfnu sína Ingibjörgu Haraldsdóttur í félagi við aðra nöfnu sína, Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur.
Lagalisti
Konan í speglinum - Upphaf
Óútgefið - O
Óútgefið - að elska er að sökkva
Hulduhljóð - Hulduhvísl (huldufuglar)
Dúo Freyja - Undiralda
Konan í speglinum - Símtal
Frumflutt
28. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Straumar
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson