Á raftónlistarhátiðinni ErkiTíð 2022, var efnt til samkeppni fyrir ung tónskáld í samvinnu við Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins og STEFs, þar sem efniviður tónverka skyldi tengdur verkum Þorkels Sigurbjörnssonar. Tuttugu verk tuttugu og fimm tónskálda voru send inn í keppnina og hlutu þrjú sérstaka viðurkenningu: See You Later Oscillator eftir Þorstein Eyfjörð, Orfeus í undirheimum eftir Iðunni Snædísi Ágústsdóttur, eða Iðunni Iuvenilis, og La Jolla Good Friday Reinterpretation sem Ronja Jóhannsdóttir samdi með Yulia Vasileva og Jökli Mána Reynissyni. Umsjón: Árni Matthíasson.
Lagalisti:
See You Later Oscillator
Orfeus í undirheimum
La Jolla Good Friday Reinterpretation
Frumflutt
15. ágúst 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Straumar
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson