Síðdegisútvarpið

Kosningar í Rússlandi, Blaðamannaverðlaunin og skortur á ólífuolíu

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2023 verða veitt á Kjarvalsstöðum í dag og Sigríður Dögg Auðundsdóttir formaður félagsins kemut til okkar og segir okkur frá helstu flokkum og við ræðum við hana um stöðu blaðamennsku á Íslandi í dag.

„Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur“ var opnuð í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu í dag. Vigdísi sjálf var viðstödd ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, núverandi forseta og fulltrúum úr ríkisstjórn ásamt fleiri gestum. Á sýningunni er leitað svara við því hvað varð til þess Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í heiminum til verða kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Þá er varpað ljósi á áhrif hennar á mannréttindi, náttúruvernd, jafnréttismál og vöxt og verndun tungumála, bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Sýningastjórinn, Sigrún Alba Sigurðardóttir, ætlar segja okkur nánar frá sýningunni.

Á miðnætti í gær rann út fresturinn til þess skila skattaskýrslunni rafrænt. En alltaf eru þau til sem gleyma sér og eru kannski núna í kvíðakasti núna. Hvað eiga þau gera? Helga Lilja Aðalsteinsdóttir sérfræðingur hjá Skattinum, ætlar segja okkur af því.

Ólífuolía vara sem næstmest, á eftir áfengi, er stolið úr stórmörkuðum á Spáni um þessar mundir. Jafnvel eru glæpagengi farin einbeita sér þessari vöru. Ástæðan er verð á ólífuolíu hefur hækkað mikið vegna mikill þurrka í sunnanverðri Evrópu en þeir hafa komið illa niður á ólífuræktun. Við leitum til Jóhanns Hlíðar Harðarsonar til frekari fregnir af þessu.

Við ræddum í vikunni við bæjarstjórann í Snæfellsbæ Kristinn Jónasson sem sagði okkur ýmislegt sem hæst bara á snæfellsnesi og eitt af því var það mokveiddist á Breiðafirðisvo menn myndu ekki annað eins á svæðinu. í Morgunblaðinu í dag eru fréttir af fiskeríi fyrir utan Vestmannaeyjar en samkvæmt fréttinni er einnig um mokveiði ræða og við ætlum slá á þráðinn til eyja og heyra í Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar

Forsetakosningar hófust í dag í Rússlandi Fjögur nöfn eru á kjörseðlum í forsetakosningunum. Keppinautar Pútíns forseta hafa ekki haft sig mikið í frammi í aðdraganda þeirra. Samkvæmt útlægum, rússneskum fjölmiðlum voru þeir handvaldir af stjórnvöldum til láta líta út fyrir þetta séu raunverulegar kosningar. Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður er mætt til fara yfir þetta með okkur en hún fylgist grannt með framvindunni í Rússlandi.

Frumflutt

15. mars 2024

Aðgengilegt til

15. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,