Síðdegisútvarpið

Blóðmerahald, vantraust á bankakerfinu og viðskiptaráðherra

Í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær var fjallað um blóðmerahald og við ætlum fylgja umfjölluninni eftir. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir skrifaði grein um blóðmerahaldið í janúar 2022 og nálgast m.a. blóðtökurnar, blóðmagnið og hvernig hryssurnar fara í ástand lærðs hjálparleysis þar sem þær eru bundnar á básana, lítið sem ekkert tamdar. Mikið hugrekki stíga fram sem dýralæknir og tala gegn þessum iðnaði.

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar til ársins 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í byrjun mánaðarins. Áætlunin er fyrsta stafræna brunavarnaáætlun landsins og markar samþykkt hennar stór tímamót í stafrænni lausn fyrir slökkviliðin. Hvað þýðir þetta nákvæmlega? Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri fer yfir það með okkur hér á eftir.

Könnun um traust á kerfum og stofnununum landsins var kunngerð í gær. Þar mátti meðal annars sjá bankakerfið er lægst í könnunni og hefur verið um árabil með stuttum hléum, síðan eftir bankahrunið. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, kemur til okkar og ræðir um traust á bankakerfinu.

Matarsóun er gríðarlega stórt vandamál í heiminum. Nýjustu rannsóknir sýna 160 kg fara í ruslið á hvern íbúa hér á landi. Mest fer í ruslið í frumframleiðslu og heima hjá okkur. En er eitthvað til ráða? Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er fara halda fyrirlestur í Borgarbókasafninu Sólheimum á morgun en fyrst kemur hún til okkar og segir okkur aðeins af því hvernig við getum lagt okkar mörkum við minnka þessa sóun.

Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um rúmlega fjóra milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip síðasta sumar. Í síðustu viku sögðu VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda skaðann fyrir samfélagið vera 63 milljarðar, og neytendur einir hefðu orðið fyrir 26 milljarða króna skaða vegna samráðsins. Reglugerð, til þess auðvelda almenningi sækja rétt sinn vegna slíkra brota, hefur legið óhreyfð á borði viðskiptaráðherra í tíu ár. Lilja Alfreðsdóttir kemur til okkar og fræðir okkur um þessa evróputilskipun sem virðist ekki nást samstaða um.

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

27. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,