Síðdegisútvarpið

Umdeildir kennarar og Facebook-reiði

Menntaskólinn Laugarvatni náði samkomulagi við kennara um láta af störfum vegna þess sami lét hatursfull ummæli falla á samfélagsmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta og líklega ekki í síðasta skiptið sem slíkt gerist. Það er þó ekki einfalt mál víkja kennara úr starfi vegna skoðana sinna, þó þau séu uppfull af mannfyrirlitningu. Formaður félags framhaldsskólakennara, Guðjón Hreinn Hauksson, er kominn til okkar.

Stjórnarkjör í Festi fer fram á morgun og segja þar séu athyglisverð átök. Sjö einstaklingar hafa boðið sig fram í fimm stjórnarsæti og tilnefningarnefnd félagsins hafði skilað fimm tilnefningum en þar vakti athygli Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, var í framboði á en hann sagði sig úr stjórn í byrjun árs 2022 út af svokölluðu Vítalíumáli. Hörður Ægisson, viðskiptablaðamaður hjá Innherja, kemur til okkar og fer yfir kosninguna og pólitíkina í kringum hana.

Umræðan á samfélagsmiðlum hefur verið ansi harkaleg undanfarna daga, bæði í tengslum við málefni innflytjenda, söngkvakeppni sjónvarpsins og svo mætti lengi telja. En hvað veldur þessu mikla hatri og af hverju finnst okkur það í lagi skrifa einhvern óhróður um menn og málefni t.d. á facebook ? Svarið er líklega ekki einfalt en Óttar Guðmundsson hefur tjáð sig um þessa hegðun og skrifaði m.a. grein í DV síðast í desember um Facebook-reiðina. Við heyrum í Óttari í þættinum.

Vondar fréttir fyrir nammigrísi, kakóverð hefur snarhækkað. Það er þó ekki svo slæmt það hafi mikil áhrif á verð páskaeggjanna í ár, en hvað með næsta ár? Þorlákur Þór Erluson, framkvæmdastjóri Omnom, kemur til okkar og talar um súkkulaði.

Hefur þig alltaf dreymt um stjórna parísarhjóli? sami hefur aldrei verið jafn nálægt því láta drauminn rætast, en borgin leitar aðilum sem eru tilbúnir reka paradísarhjól í miðborg Reykjavíkur og auglýstu eftir þeim í dag. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík verður á línunni.

Valur Grettisson og Hrafnhildur Halldórsdóttir eru umsjónarmenn þáttarins í dag.

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

5. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,