Síðdegisútvarpið

Ný tegund uppgötvuð á Íslandi, blikur á lofti í ferðamannaiðnaði og golfbíl stolið af frægri vinstri skyttu

Geðhjálp er orðinn aðili Umhyggju, félagi langveikra barna. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju kemur til okkar og útskýrir hvað aðild getur þýtt fyrir félaga í Geðhjálp en kynningarfundur verður haldinn á fimmtudaginn um málið.

Líkur eru á því eldgos komi upp undir sjó nærri Eldey á Reykjanesinu. Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur ræðir um stöðuna á Reykjanesinu.

Leikfélagið á Dalvík hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld minnisvarði verði reistur um tökur á þáttunum True Detective: Nightcountry sem eru sýndir á Max/HBO sjónvarpsstöðinni. Friðjón Árni Sigurvinsson lék í þáttunum og er upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar. Hann ætlar segja okkur frá því hvernig var leika í þáttunum, og þýðingu þeirra fyrir sveitafélagið.

Kolkrabbi hefur bæst í flóru sjávardýra á Íslandi, en nýr kolkrabbi var uppgötvaður í upphafi síðasta áratugar og er staðfest þessi örlitli kolkrabbi er alíslenskur og hefur verið nefndur Ægir í höfuðið á jötninum sjálfum. Þau Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, koma til okkar og ræða þennan merka fund.

Vinstri skyttan og mögulega höggþyngsti maður Íslandssögunnar, Sigurður Sveinsson, varð fyrir því óláni óprúttnir aðilar stálu fagurrauðum bensínknúnum golfbíl af heimili hans. Siggi Sveins gaf þjófunum færi á skila bílnum, ella myndi hann elta þá uppi eins og Liam Neeson í alræmdri spennumynd, og tjarga þá og fiðra. Það er hollt fyrir þessa menn muna hér fer ein hraustasta handboltakempa íþróttasögunnar.

Flugfélagið play er með vilyrði fyrir hlutafjáraukningu upp á tveir komma sex milljarða króna. Markmiðið er fyrst og fremst styrkja lausafjárstöðu félagsins. Það gætir á óróleika í ferðaiðnaðinum meðal annars tengdum jarðhræringum á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra. Ofan á allt annað hefur hlutabréfaverð Icelandair lækkað um meira en 9% í ár og hefur ekki verið lægra síðan árið 2020.

Frumflutt

20. feb. 2024

Aðgengilegt til

19. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,