Morgunútvarpið

14. september

Við ræðum alþjóðapólitíkina reglulega hér í Morgunútvarpinu og í dag ætlum við til Ungverjalands, þar sem Fidesz, flokkur forsætisráðherrans Viktors Orban, mælist afar vel í skoðanakönnunum þrátt fyrir hvergi innan Evrópusambandsins mælist meiri verðbólga, eða rúm 16 prósent. Við ræðum við fjölmiðlakonuna og listfræðinginn Snærós Sindradóttur, sem er búsett í Búdapest.

Raungengi krónunnar hefur hækkað töluvert á síðustu mánuðum og hefur ekki verið hærra frá árinu 2018. Við ræðum þá þróun, skýringar og áhrif við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka.

Afhverju hneigja sviðslistamenn sig? Hvað eru líkamar án landamæra og hvert stefna íslenskar sviðslistir? Allt þetta og fleira stendur til ræða á laugardaginn á sviðslistaþinginu Praxis sem haldið verður í fyrsta sinn á vegum Listaháskóla Íslands um helgina. Steinunn Ketilsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar og Nína Hjálmarsdóttir, lektor í sviðlistafræðum eru meðal skipuleggjanda þingsins og kíkja til okkar.

Fundur fólksins verður haldinn núna um helgina en tilgangur fundarins er skapa vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Við ræðum við Ingibjörgu Grétu Gísladóttur, verkefnastjóra Fundar fólksins, og Eyrúnu Magnúsdóttur, sem stýrir málstofu þar sem spurt er hvort gervigreind geti sagt fréttir og hvort gervigreind geri blaðamenn óþarfa.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu en í gærkvöldi tókust stjórn og stjórnarandstaða á um stefnuræðu forsætisráðherra. Við rýnum í stefnuræðuna, ræður annarra þingmanna og þingveturinn fram undan.

Lagalisti:

UNNSTEINN - Andandi.

BLUR - Barbaric.

Bríet - Hann er ekki þú.

RUFUS WAINWRIGHT - Going To A Town.

ELÍN HALL - Er nauðsynlegt skjóta þá?

BOB MARLEY AND THE WAILIERS - I Shoot The Sheriff.

INSPECTOR SPACETIME - Teppavirki.

METRONOMY - The Look.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

13. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,