Kvöldfréttir útvarps

Samgöngusáttmáli, stýrivextir, Schengen og kolefnisbinding

Fjármálaráðherra býst við framkvæmdir verði enn tímafrekari en áætlað er í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Kostnaður nærri tvöfaldast frá fyrri sáttmála.

Formaður Eflingar gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir kenna þeim, sem gerðu ábyrga kjarasamninga, um stöðu efnahagsmála

Nokkur óvissa er um þróun Skaftárhlaups, en rennsli í Skaftá hefur farið hægt vaxandi í dag.

Ákvörðun Ungverja um auðvelda Rússum og Belarússum vegabréfsáritanir inn á Schengen-svæðið veldur öðrum Schengen-ríkjum áhyggjum.

Prófessor í skógfræði telur áætlanir um kolefnisbindingu með skógrækt í Norðurþingi, þar sem mikið og gróið mólendi var rist upp, standast skoðun.

Útlendingastofnun afturkallaði dvalarleyfi og alþjóðlega vernd yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og eiginkonu.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

21. ágúst 2024

Aðgengilegt til

21. ágúst 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,