Kvöldfréttir útvarps

Árásir í Eyjum, MPX-veiran, alvarlegt slys, Úkraína og slæm meðferð dýra

Foreldrar tveggja ungra manna segist vonsviknir yfir viðbrögðum lögreglunnar í Vestmannaeyjum við stórfelldum og tilefnislausum líkamsárásum á syni þeirra á Þjóðhátíð í Eyjum. Þau segja viðbragðsaðila hafa brugðist.

Kona sem starfar í álveri Alcoa á Reyðarfirði lenti undir afturhjóli starfsmannarútu á leið heim af vaktinni í síðustu viku. Hún á langt bataferli fyrir höndum, fótbrotnaði á báðum og gæti misst annan fótinn.

Nýtt afbrigði MPX-veirunnar, eða apabólu, greindist í Svíþjóð í dag. Sóttvarnalæknir segir fylgst með ástandinu en engin ástæða til hafa áhyggjur enn sem komið er.

Matvælastofnun lagði í sumar hundruð þúsunda króna sektir á fólk vegna slæmrar meðferðar á dýrum. Hundaeigandi neitaði afhenda MAST ólöglegar rafólar sem hann notaði á hundana.

Úkraínuher sækir enn fram í Kursk-héraði og hefur lagt undir sig rúmlega 1000 ferkílómetra landsvæði. 120 þúsund manns hafa flúið.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

15. ágúst 2024

Aðgengilegt til

15. ágúst 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,