Kvöldfréttir útvarps

Deilur um efnistöku, kosningar í Bandaríkjunum, seinagangur í lögreglurannsókn og löng ganga í slagviðri

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er klofin í ákvörðun vegna leyfis til efnistöku í Búrfellshólma. Formaður úrskurðarnefndarinnar er ósammála ákvörðun nefndarinnar um fella leyfið úr gildi.

Engin fíkniefni reyndust vera í hraðbát sem kom til Hafnar í Hornafirði í gær. Grunur um smygl vaknaði við tollskoðun bátsins.

Demókratinn Kamala Harris mælist með meira fylgi en Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjum í haust. Mikill viðsnúningur varð eftir Joe Biden dró framboð sitt til baka.

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á netsölu á áfengi hófst fyrir um fjórum árum og stendur enn. Ríkissaksóknari krefur lögreglustjórann svara vegna seinagangs.

Makríll veiðist ágætlega í Síldsrsmugunni og er aftur farinn láta á sér kræla undan Íslandsströndum.

Maður sem gekk heila nótt til komast í skjól frá rigningu og slagviðri þegar vegurinn um Kaldalón í Ísafjarðardjúpi lokaðist vegna vatnavaxta telur hann væri ekki til frásagnar hefði hann ekki haft vetrargalla og stígvél í skottinu á bílnum.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Erna Sóley Ásgrímsdóttir

Frumflutt

9. ágúst 2024

Aðgengilegt til

9. ágúst 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,