ok

Kvöldfréttir útvarps

Vararíkissaksóknari, Ísrael ræðst á Líbanon, hótelframkvæmdir, Færeyjar, forseti og laxveiði

Dómsmálaráðherra hefur til athugunar tillögu ríkissaksóknara um að leysa vararíkissaksóknara tímabundið frá störfum vegna ummæla hans. Ráðuneytið hyggst ekki tjá sig um málið - um starfsmannamál sé að ræða.

Ísraelsher varpaði sprengjum á Beirút á sjötta tímanum. Herinn segir að árásinni hafi verið beint að foringja Hezbollah samtakanna.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjárfestingu í hóteluppbyggingu vera til margra áratuga. Hóteleigandi segist finna fyrir niðursveiflunni í atvinnugreininni.

Forseti Norðurlandaráðs segir að yfirlýsing lögmanns Færeyja í gær varðandi fulla aðild að ráðinu hafi komið á óvart, en afstaðan hafi í sjálfu sér legið fyrir. Vonast er til þess að málið skýrist á Norðurlandaráðsþingi í haust.

Almenningi er boðið á Austurvöll á fimmtudaginn þegar Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands. Athöfnin verður sýnd á risaskjám.

Útlit er fyrir lengra veiðitímabil en vanalega í Blöndu og Jökulsá á Dal. Það er vegna óvenjulítils vatns í lónum Landsvirkjunar.

Sundkappinn Anton Sveinn McKee er bjartsýnn á að komast í úrslitin í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Hann syndir í undanúrslitum í kvöld.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

30. júlí 2024

Aðgengilegt til

30. júlí 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,