Breska ríkisútvarpið birti í gær niðurstöður rannsókna þar sem fram kemur að sjón barna hafi versnað verulega á síðustu árum, og að kórónuveirufaraldurinn hafi haft áhrif þar þegar börn voru minna úti og fengu mörg meiri skjátíma. Nú sé eitt af hverjum þremur börnum nærsýnt. Við ætlum að ræða þessi mál við Dýrleifu Pétursdóttur, sérfræðing í augnlækningum barna.
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, verður á línunni frá Lundúnum. Við ræðum yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem kynnt var í gær þar sem ýmislegt áhugavert kom fram.
Við fáum Eddu Ívarsdóttur, borgarhönnuð til okkar. Hún spyr hvaða áhrif hefur bílablindan haft á samfélagið, daglegt líf og umhverfi? Hvernig hafa borgir og bæjarfélög mótast eftir þörfum bíla? og hvaða ráð höfum við til að breyta þessu? Við spyrjum hvað er bílablinda?
Í gær ræddum við við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands, um frumvarp um lögleiðingu hnefaleika sem hefur verið lagt fram á Alþingi á nýjan leik, en samkvæmt því verður meðal annars heimiluð keppni í hnefaleikum, bæði áhugamanna og atvinnumanna. Steinunn gagnrýndi þessar hugmyndir mjög og sagði lækna leggjast alfarið gegn hnefaleikum.Við ætlum að fá til okkar Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnanda og hnefaleikaþjálfara, og ræða þessa gagnrýni við hann.
Hverju getum við treyst þegar að kemur að fullyrðingum fyrirtækja um grænleika? Samkvæmt nýlegri neytendakönnun trúa 86% Íslendinga að fyrirtæki ýki oft hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru en 80% treysta Svansmerkinu. Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir og Katla Þöll Þorleifsdóttir, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis og starfsmenn Svansmerkisins koma til okkar.
Í lok þáttar ræðum við við Hjalta Tryggvason, höfund skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu.