Kvöldfréttir útvarps

Kourani dæmdur, landsþing Repúblikana, Gaza, mótmæli mótorhjólafólks, laxeldi og varnargarðar

Mohamad Kourani ætlar áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir líkamsárás í verslun og fyrir fjölmörg brot gegn valdstjórninni. Lögmaður hans á ekki von á því honum verði vísað úr landi.

Donald Trump er mættur á landsþing Repúblíkanaflokksins eftir banatilræði gegn honum um helgina. Tilkynningar um varaforsetaefni hans er beðið með eftirvæntingu.

Evrópusambandið kynnti í dag refsiaðgerðir gegn ísraelskum stofnunum, vegna stríðsreksturs Ísraela á Gaza.

Bifhjólafólk kemur saman á Korputorgi klukkan sjö og mótmælir ástandi vega á Kjalarnesi. Þau segja litlar sem engar vegabætur hafa verið gerðar frá banaslysi sem varð þar 2020.

Unnið er hörðum höndum því reisa fleiri leiðigarða við Svartsengi, til verja þá sem fyrir eru. Hæstu garðarnir eru á við átta hæða hús.

Eldislax er orðinn annar verðmætasti fiskurinn í íslenskum útflutningi. Tekjur af honum hafa vaxið hratt og örugglega undanfarin ár.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

15. júlí 2024

Aðgengilegt til

15. júlí 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,