Síðdegisútvarpið

Kommablót,Kveikur,Giggó og blikur á lofti í ferðaþjónustu

Í viðtali við aðila í ferðaþjónustu á Vísi í dag kom fram vísbendingar væru um ferðamynstur breytast og ferðmenn sem komi til landsins muni dvelja skemur og eyða minna en þeir gerðu á árunum 2022 og 2023. Eins er efi uppi um vöxtur í fjölda ferðamanna verði ekki í ár líkt og á árum áður. Það er þvert á opinberar spár. Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og hann ætlar fara yfir stöðuna með okkur.

Ákveðið hefur verið seinka upphafi skóladags unglinga í Reykjavík frá og með næsta hausti og byrja skóladaginn kl. 9:10. Tilraunaverkefni fór í gang í Vogaskóla haustið 2022 og virðist hafa gengið vel - Snædis Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla ssagði okkur betur frá hvaða áhrif þessi breyting hafði á unglingana þar á bæ.

Nýtt app hefur verið sett í loftið en það nefnist Giggó. Appið á hjálpa gigg-samfélaginu eflast og dafna. Meðal þess sem appið býður upp á er þar geta einstaklingar og fyrirtæki sett inn auglýsingar um verkefni sem þarf vinna og giggarar boðið sig fram í verkið. sem allt veit um Giggó heitir Anna Kartín Halldórsdóttir og hún kom í Síðdegisútvarpið.

Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 1.–3. febrúar 2024 og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í skapa einstaka stemningu í borginni. Aðalheiður Sveinsdóttir er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og hún sagði okkur betur frá vetrarhátíðinni.

Í Kveiksþætti kvöldsins verður fjallað um fangelsismál á Íslandi og í lýsingu þáttar er talað um fjársvelt og vanrækt kerfi. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Ingvar Haukur Guðmundsson komu til okkar á eftir og sögðu okkur betur frá þættinum í kvöld.

Þorrinn hófst á bóndadegi síðasta föstudag og hófst þá vertíð þorrablótanna. Ýmis átthagafélög úti á landi undirbúa það blóta þorra sem og fjölmörg íþróttafélög sem meðal annars hafa staðið fyrir mjög fjölmennum þorrablótum hér syðra. En í Neskaupstað austur á fjörðum stendur undirbúningur fyrir „Kommablót“ yfir. Þau eru varla mörg kommablótin og hafi einhver haldið dagar Kommablótsins í Neskaupstað væru taldir verður hinn sami eða sama éta það snarlega ofan í sig segir í frétt um blótið en algjör metsala er á þetta sérstaka blót sem fram fer um helgina í 58. skiptið. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir er formaður kommablótsnefndar og við spjölluðum við hana.

Frumflutt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

29. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,