Morgunútvarpið

28. júní - Katla, lúsmý, og líf ríkisstjórnarinnar

Eitt lykilatriðið í því starfsfólk fari ekki í hrönnum út af vinnustaðnum og í kulnun er það upplifi sanngirni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál sem viðskipta- og hagfræðideildir íslensku háskólanna gefa út í sameiningu. En hvað er sanngirni á vinnustað og hvernig tryggja hana? Arney Einarsdóttir dósent við Háskólann á Bifröst og einn höfunda greinarinnar sagði okkur frá því.

Ef einhvert hélt við þinglok í maí tæki við rólyndistími í pólitíkinni, þá er það hið sama vakna upp við vondan draum núna. Pallborðsumræður ríkisstjórnarleiðtoganna á Vísi í gær vöktu rækilega athygli en þar hótaði Bjarni Benediktsson stjórnarslitum undir rós, vegna hvalveiðibanns Svandísar Svavarsdóttur, og dró fram dauðarefsingar í Bandaríkjunum sem dæmi um hræsni bandaríkjamanna þegar kemur gagnrýni á Ísland fyrir stunda veiðarnar. Við ræddum stjórnarsamstarfið og stöðuna í íslenskri pólitík við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.

KIA Gullhringurinn er haldinn í 12. sinn en keppnin var fyrst haldin árið 2012 á Laugarvatni og hefur fyrir löngu skapað sér fastan stað í mótadagatali hjólreiðafólks. er svo komið á Selfossi er keppnin orðin tveggja daga viðurður. Einar Bárðarson fór yfir fyrirkomulagið á keppninni með okkur.

þegar fréttir berast lúsmýið komið á kreik vaknaði spurning hjá okkur hvort ekki væri hægt halda óværunni frá okkur heimavið eða í bústaðnum með náttúrulegum hætti. Kannski ásamt því nota flugnanet og annað slíkt. Hvaða plöntur t.d. er hægt halda sem pottablóm eða slíkt sem flugunum líkar bara alls ekki nærveran? Bryndís Eir Þorsteinsdóttir hefur skoðað hvaða plöntur er best nota til fæla frá óæskileg skordýr.

og við gáfum skjálftunum í Mýrdalsjökli og nærri Kötlu gaum í þættinum. Er hún ekki bara eitthvað stríða okkur og meinar ekkert með þessu? Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði svaraði því.

Tónlist:

ÍRAFÁR - Fingur.

KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.

BLONDIE - Maria.

OF MONSTERS & MEN - Wolves Without Teeth.

KALEO - Hey Gringo.

LA ZARRA - Évidemment

EGÓ - Fjöllin Hafa Vakað.

LEWIS CAPALDI - Wish You The Best.

Frumflutt

28. júní 2023

Aðgengilegt til

27. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,