Morgunútvarpið

21. júní - útlendingamál, hvalveiðar, orkumál, kafbátur og hjónabönd

Í gær var hrint úr vör nýju átaki hjá heilbrigðisráðuneytinu sem miðar því stórauka ráðgjöf um heilsu fólks í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttökunni sögðu betur frá því.

Enn stendur leit yfir kafbáti sem sökk með fimm auðkýfinga við skipsflak Titanic rétt utan um Nýfundnaland um síðustu helgi. Vonin um finna bátinn og mennina sem í honum eru á lífi fer þverrandi. Stefán Reynisson kafbátasérfræðingur og framkvæmdastjóri Teledyne Gavia ræddi málið.

Haraldur Benediktsson nýr bæjarstjóri Akraness sem vék af þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjörtímabilinu var á línunni ræða hvalveiðar og hvernig hvalveiðibann matvælaráðherra kemur til með hafa áhrif á íbúa á Skaganum.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar var gestur þáttarins í dag. Til umræðu var orkuöryggi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu og nýjustu vendingar varðandi pólitísk samskipti Íslands og Rússlands. Einnig komu til tals gagnaver, forgangsröðun í orkumálum og seinkun Hvammsvirkjunnar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra ræddi útlendingamál.

Ástin sveif svo yfir vötnum í lok þáttar - en Siðmennt stendur fyrir hjónavígslum á færibandi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar sagði betur frá því.

Tónlist

GDRN - Hvað er ástin.

LAUFEY - From The Start.

Maggie Rogers - Want Want.

FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.

DILJÁ - Crazy.

PETER BJÖRN & JOHN - Young Folks.

Bill Withers - Lovely Day.

Frumflutt

21. júní 2023

Aðgengilegt til

20. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,