Kvöldfréttir útvarps

Quang Lé áfram í haldi, titringur í Napólí, mæla gegn kveisulyfi ungbarna

Quang Lé, kærasta hans og bróðir hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þremenningarnir hafa verið í haldi, frá aðgerðum lögreglu gegn viðskiptaveldi Quangs þann 5. mars. Þau eru meðal annars grunuð um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi.

Framkæmdastjóri hjá Landsvirkjun telur mikilvægt leggja áfram áherslu á langtímasamninga í orkusölu þrátt fyrir tilkomu opins raforkumarkaðar. Þannig megi best tryggja raforkuöryggi og samkeppnishæfni iðnaðar á Íslandi.

Meistaranemi í eldfjallafræði í Napólí segir eldgos við borgina geta haft mikil áhrif. Nokkuð sterkir jarðskjálftar urðu í öskjunni við Napolí í gærkvöld.

Lyfjastofnun mælir eindregið gegn notkun kveisulyfs sem íslenskir læknar hafa ávísað í áratugi. Ástæðan eru efasemdir um virkni og öryggi lyfsins.

Formaður samninganefndar ríkisins segir kjaraviðræður við opinbera starfsmenn þokist í rétta átt. Formaður BSRB telur hægt verði ljúka samningum við nokkur aðildarfélög ef kraftur verður settur í viðræðurnar.

Frumflutt

21. maí 2024

Aðgengilegt til

21. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,