Kvöldfréttir útvarps

Katrín tekur forystu og ríkisstjórnin kynnir aðgerðir fyrir Grindavík

Munurinn á fylgi Katrínar Jakobsdóttur, Höllu Hrundar Logadóttur og Baldurs Þórhallssonar nær því ekki vera tölfræðilega marktækur, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Halla Tómasdóttir heldur áfram bæta við sig.

Heildarumfang aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna jarðhræringanna í Grindavík nálgast hundrað milljarða. Þótt allir séu ekki ánægðir er verið gera mjög mikið, segir forsætisráðherra.

Skipstjóri og stýrimaður flutningaskipsins Longdawn, sem talið er hafi siglt á strandveiðibátinn Höddu voru í dag úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann.

Það vantar sannarlega hjúkrunarfræðinga og það er stærsti vandi Landspítalans, segir forstjóri sjúkrahússins. Nærri helmingur nýrra starfsmanna á milli áranna 2022 og 2023 var með erlent ríkisfang

Frumflutt

17. maí 2024

Aðgengilegt til

17. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,