Morgunútvarpið

20. des. - Eldgos, Threads, flugrekstur, kjaramál, Grindavík, tækni

Nýjasta eldgos Íslands er orðið dagsgamalt. Virkni gossins er stöðug og lítið hefur breyst í nótt. Gossprungan sem var um fjögurra kílómetra löng þegar mest var er ekki lengur samfelld. Aðeins þriðjungur hennar var enn virkur í gærkvöld. Við förum yfir stöðuna með Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi.

Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, hafa gert samskiptaforritið Threads aðgengilegt víða í Evrópu, og í lok síðustu viku á Íslandi. Threads líkist X, áður Twitter, töluvert og virðist ætlað keppa við það forrit. Við ætlum ræða við Tryggva Frey Elínarson, sérfræðing í samfélagsmiðlum og stjórnanda hjá Datera, um breytt samfélagsmiðlaumhverfi, hvort Íslendingar séu fjölmenna á Threads og hvort það gleypi X.

Eldgosið á Reykjanesskaga hefur enn sem er ekki haft nein teljandi áhrif á millilandaflug eða keflavíkurflugvöll enn sem komið er og flugáætlun stendur óbreytt. Eldgosið er þó stórt og nálægt flugvellinum, hvað gæti breytt þessu? Við ræðum við Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri ræðir þau mál við okkur.

Flugumferðarstjórar aflýstu í gær boðuðum verkfallsaðgerðum í dag vegna eldgossins, en Félag flugumferðarstjóra hefur í þrígang lagt niður störf í deilunni við Isavia og Samtök atvinnulífsins, og enn er talsvert á milli í deilunni. Innviðaráðherra segist halda enginn svakalegur skilningur hafi verið á aðgerðum flugumferðarstjóra en ekki hafi verið ákveðið setja lög á verkfallsaðgerðirnar, en í ráðueytinu þó talsvert af fyrirmyndum, frumvörpum og lögum sem hafa verið sett í fyrri tíð. Við ætlum setja þessar verkfallsaðgerðir og möguleg lög á þær í sögulegt samhengi með Sigurði Péturssyni, sagnfræðingi sem mikið hefur skrifað um verkalýðsmálin.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu. Við ræðum stöðu Grindvíkinga og aðgerðir stjórnvalda.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, verður hjá okkur í lok þáttar.

Lagalisti:

EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON - Gleðileg Jól (Allir Saman).

Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Gömul kynni.

PÁLMI GUNNARSSON - Yfir Fannhvíta Jörð.

Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ásgeir Trausti Einarsson - Heimförin.

HAUKUR HEIÐAR - Okkar jól.

JONA LEWIS - Stop the cavalry.

DIDDÚ - Minnir Svo Ótalmargt Á Jólin.

eee gee - More than a Woman.

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

19. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,