Í þættinum er fjallað um fyrsta þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar, þegar þýskir nýlenduherrar þar sem nú er Namibía réðust af fullum þunga að hirðingjaþjóði einni sem hafði lítið gert þeim annað en að reyna að krefjast réttar síns gegn yfirgangi Þjóðverja. Tugþúsundum var þá útrýmt á þaulskipulagðan hátt, fólk látið veslast upp í skraufþurri eyðimörkinni eða þrælað til dauða í fangabúðum. Uppfærð útgáfa sem var á dagskrá 2016.
Frumflutt
15. nóv. 2019
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.