Í þættinum er fjallað um einn áhrifamesta stjórnmálamann samtímans, Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Sagt er frá uppvexti hennar sem prestsdóttir í Austur-Þýskalandi, ferli í eðlisfræðirannsóknum, kynni af leyniþjónustunni Stasi og undraverðs uppgangs hennar í pólitík eftir fall Berlínarmúrsins.
Frumflutt
1. sept. 2017
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.