29. nóvember 1987 hvarf suðurkóresk farþegaþota á leið frá Bagdad til Seoul skyndilega í hafið á miðri leið og 115 manns um borð fórust. Undirbúningur stóð þá sem hæst fyrir fyrstu Ólympíuleika Suður-Kóreu sem fara áttu fram í Seoul sumarið 1988. Grunur vaknaði því fljótt hvort óvinaríkið Norður-Kórea hefði með einhverjum hætti grandað þotunni til að spilla fyrir Ólympíuleikunum.
Frumflutt
16. feb. 2018
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.