Morgunútvarpið

03.06.2024

Við ræddum Landsmót UMFÍ 50+ sem hefst á fimmtudag við Ómar Braga Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins.

Við fórum yfir "Mikilvægi stuðnings við fangelsaða foreldra". Rannsókn sem Selma Dögg, sem starfaði áður sem lögreglumaður og lauk BA námi í lögreglufræðum áður en hún fór í meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, fór fyrir og er fyrsta sem gerð er um þetta málefni hér á landi.

Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands kom til okkar ræða skort á framþróun í þeim málum.

Nýkjörinn Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, var á línunni eftir fréttir klukkan 8.

Í kjölfarið fengum við Bryndísi Ísfold, stjórnmálafræðing, sem hefur rýnt í úrslitin og hvernig þau eru í miðað við kosningarspár. Við fáum hana til gera kosningarnar upp með okkur.

Í íþróttaspjall þennan mánudaginn kemur Kristjana Arnarsdóttir til okkar.

Við ræddum mótmæli, borgaralega óhlýðni og viðbrögð lögreglu við Ólaf Pál Jónsson prófessor í heimspeki.

Tónlist:

MANNAKORN & ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Lifði Og Í Reykjavík.

NATASHA BEDINGFIELD- Unwritten.

HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.

MUGISON - É Dúdda Mía.

BOB MARLEY AND THE WAILERS - Jamming.

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

3. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,