Mikið óveður gengur nú yfir víða um land. Við heyrðum í Jóni Þóri Víglundssyni hjá Landsbjörg og fengum að heyra hvort reynt hafi á björgunarsveitir í appelsínugulri viðvörun.
Á undanförnum árum hefur alvarleg átröskun færst í aukana. Fleiri þurfa að leggjast inn á spítala en áður og átröskun meðal barna hefur vaxið. Við ræddum málið við Karen Daðadóttur, sálfræðing og teymisstjóra átröskunarteymis á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Guðrúnu Erlu Hilmarsdóttur, þroskaþjálfa og Elvu Björk Bjarnadóttur, næringarfræðing sem báðar starfa í teyminu.
Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur frá Veðurstofu Íslands leit við hjá okkur og gefur okkur nýjustu tíðindi af gosinu.
Nú þegar forsetakosningar eru afstaðnar, þar sem þjóðin valdi sér forystukonu, er ágætt að skoða hvað einkennir góðan leiðtoga, forseta eða bara almennt þann sem veitir forystu hvort sem það sé í stjórnmálum, fyrirtækjum eða bara almennt í lífinu. Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og stjórnenda- og forystuþjálfari, fór aðeins yfir það með okkur.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur ástæðu til að vara neytendur sérstaklega við vörum frá netverslunum utan Evrópu. Herdís Björk Brynjarsdóttir teymisstjóri markaðseftirlits hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fór með okkur í saumana á því.
Í lok þáttar fengum við okkar hálfsmánaðarlega tæknihorn í boði Guðmundar Jóhannssonar.
Lagalisti:
Í svörtum fötum - Dag Sem Dimma Nátt
Baggalútur - Appelsínugul viðvörun
Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023)
Laufey - From The Start
Dolly Parton - Jolene
GDRN - Háspenna
Jessie Ware - Pearls
Hljómar - Ég elska alla
Harry Styles - Satellite