Morgunútvarpið

Listamannalaun og ný ferðamálastefna, ökunám, Vísindahornið og leikkonan Birta Sólveig leikur Auði.

Alþingi samþykkti á laugardaginn, á lokastarfsdeginum fyrir sumarfrí, breytingu á lögum um listamannalaun svo launasjóðum sem starfslaun eru veitt úr fjölgar og árlegir úthlutunarmánuðir verða fleiri. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á fjórum árum. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fór yfir helstu breytingar með okkur sem og ræddi við okkur um nýja ferðamálastefnu.

Við ræddum í gær frétt af Vísi þar sagt er frá tölvupósti frá tryggingafélaginu Sjóvá til viðskipavina sinna sem eiga Teslur, þar sem athygli er vakin á því Teslum er ekið oftar á mannvirki en öðrum bílum. Hlustandi hafði samband í kjölfarið og benti á svo miklar breytingar hafi orðið á nýjum bílum ungt fólk sem er bílprófið kann ekki á eldri týpur af bílum. Okkur lék forvitni á vita hvort ökukennsla í landinu hafi fylgt þessari þróun og nýjungum sem er finna í nýjustu bílunum. Til ræða þetta kom til okkar Þuríður B. Ægisdóttir formaður Ökukennarafélag Íslands.

Sævar Helgi Bragason var með Vísindahornið sitt beint úr hljóðveri RÚV á Akureyri þennan morguninn. Hann ræddi við okkur um sumarsólstöður, almyrkva og heimasíðuna solmyrkvi2026.is og vel heppnaða ferð kínverja með ómanna geimfar sem lenti á fjærhlið tunglsins.

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir var valin nýútskrifuð í hlutverk Auðar í söngleiknum Litlu Hryllingsbúðinni sem Leikfélag Akureyrar setur upp í haust. Við ræddum aðeins við þessa ungu leikkonu og fengum hana til þess segja okkur aðeins af sér og leikllistarnáminu.

Lagalisti:

GDRN - Háspenna

Paul Simon - You Can Call Me Al

Jónfrí og Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel

Jóhanna Guðrún - Töfrar

The Stone Roses - Waterfall

Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varst'ekki kyrr?

Bogomil Font & Milljónamæringarnir - Marsbúa chacha

Dominic Fike - 3 Nights

The Turtles - Happy together

Daft Punk - Lose Yourself To Dance

Leifur Hauksson og Edda Heiðrún Bachmann - Snögglega Baldur

Frumflutt

25. júní 2024

Aðgengilegt til

25. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,