Morgunútvarpið

Sumarbókavika, einkaleyfi, íslenskan, stjórnmál, þrek barna og könnun um fiskeldi

Sumarbókavika er í gangi þessa vikuna og er haldin frumkvæði Félags íslenskra bókaútgefenda meðal annarra. Tilgangurinn er vekja athygli á þeirri fjölbreyttu útgáfu nýrra bóka sem út hafa komið í ár og bókaútgáfa er líka blómleg hér á landi á öðrum árstíma en fyrir jólin. Þegar hafa komið út á árinu nálægt 200 titlum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, kom í spjall.

Hvað eiga skipsbjörg og King Kong sameiginlegt? Okkur skilst það tengist einkaleyfum en Björn Berg Gunnarsson leiddi okkur í allan sannleikann um það

Mikið hefur verið rætt um íslenskuna okkar allra undanfarið og fékk umræðan byr undir báða vængi í gær þegar pistill Sigríðar Hagalín vakti mikla athygli. Þá tók botninn úr þegar umræða um arfaslakar gervigreindarþýðingar fór á flug. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra kom til okkar ræða málið.

Þá eru forsetakosningarnar frá, þinglok eru í næstu viku og jafnt umdeild og veigamikil frumvörp bíða afgreiðslu næstu daga. Næst samstaða um málin og hvernig fara Vinstri græn í sumarfrí með nýjasta þjóðarpúls upp á 3,3% fylgi á bakinu? Við ræddum þetta og margt fleira við Eirík Bergmann.

Við ræðum það hvernig þrek barna getur haft bein áhrif á andlega líðan þeirra. Þrek 15 ára ungmenna versnaði almennt á milli áranna 2003 og 2015 en þau ungmenni sem eru með gott þrek glíma síður við einkenni þunglyndis og kvíða og hafa betri líkamsímynd og sjálfsálit, sérstaklega stúlkur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein Óttars Guðbjörns Birgissonar, doktorsnema við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði, í erlendu vísindatímariti. Hann kom til okkar.

Þessa dagana fer fram ráðstefna hagsmunaaðila úr fiskeldisiðnaðinum hjá Arion banka. Fjöldi framsögumanna, þar á meðal forsætiráðherra, koma þarna fram. Við heyrðum í Dr. Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskólans, sem flutti sitt erindi á ráðstefnunni í gær sem bar yfirskriftina Samfélagslegt samþykki fyrir fiskeldisiðnaðinn. Hún ætlar segja okkur nánar frá því sem kom fram hjá henni.

Lagalisti:

Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég

Kiriyama Family - Disaster

WHAM! - The edge of heaven

KK - Kærleikur og tími

Elín Hall - Manndráp af gáleysi

The Source ft. Candy Staton - You Got The Love

Ylja - Á rauðum sandi

Frumflutt

5. júní 2024

Aðgengilegt til

5. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,