Heimskviður

240 - Jákvæðu fréttirnar

Við verðum á jákvæðum og uppbyggilegum nótum í Heimskviðum í síðasta þættinum fyrir jól. Þátturinn verður því með örlitlu jólaívafi, við skoðum jólamyndir og jólatónlist en fyrst og fremst ætlum við segja ykkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir utan úr heimi. Til dæmis hvernig ástralskur áhrifavaldur kom því til leiðar 88 ára gamall ekkill frá Michigan í Bandaríkjunum gat loks hætt vinna. Ólöf Ragnarsdóttir segir okkur frá því. Svo fjallar Dagný Hulda Erlendsdóttir um einn síðasta blaðsalann í Frakklandi, og kannski í allri Evrópu, en hann hefur selt blöð í París í hálfa öld og fékk fyrir það orðu fyrir framlag sitt til franskrar menningar. Við förum líka á happy hour í Finnlandi með Hallgrími Indriðasyni og á helgileik í Brussel með Birni Malmquist.

Frumflutt

13. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,