Heimskviður

77 | Eitthvað er rotið í Danaveldi og endalok Netanyahus

Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Danmerkur og Ísraels.

Það eru ekki bara minnkar sem rotna í Danaveldi, ó nei; það er fleira rotið í Danaveldi. Á sunnudagskvöld fyrir viku greindi danska ríkisútvarpið frá því leyniþjónusta danska hersins, Forsvartes Efterretningstjeneste eða FE, hefði aðstoðað þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, við njósnir á háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi; þar á meðal njósnir á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Emannuel Macron, Frakklandsforseta. Borgþór Arngrímsson, fyrrum fréttaritari RÚV í Danmörku, ræðir um þetta forvitnilega mál.

Átta stjórnmálaflokkar í Ísrael undirrituðu í vikunni stjórnarmyndunarsamkomulag. Í næstu viku greiðir ísraelska þingið svo atkvæði um hvort þessi átta flokka stjórn verið nýja ríkisstjórnin í Ísrael. Flokkarnir átta skilgreina sig mjög víða á hinu pólitíska litrófi, og virðast fljótt á litið eiga fátt sameiginlegt. Eitt hafa þau þó komið sér saman um, það sem er í raun drifkrafturinn í þessu nýja stjórnarsamstarfi er halda Benjamin Netanyahu frá völdum. En af hverju liggur þeim svona á losna við manninn sem hefur verið forsætisráðherra landsins í tólf ár?

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

5. júní 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,