Heimskviður

226 - 20 ár frá Katrínu og spennandi þingkosningar í Noregi

Rétt rúm 20 ár eru frá einu mesta eignatjóni sem orðið hefur vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum. Það var eftir fellibylurinn Katrina gekk yfir New Orleans í Louisiana og fleiri nálæg ríki. Hamfarirnar, og viðbragðið við þeim, eða viðbragðsleysi, þóttu sýna svart á hvítu kynþáttaójöfnuðinn í Bandaríkjunum. Það er alltaf fróðlegt sögur þeirra sem voru á staðnum og við heyrum frá Jóni Björgvinssyni og Birni Malmquist fréttamanni okkar sem voru báðir þarna fyrir 20 árum. Björn segir þetta hafi verið mjög erfið reynsla og erfiðasta fréttaferð sem hann hafi farið í.

Svo fjöllum við um spennandi þingkosningar í Noregi á mánudaginn. Það er hnífjafnt milli stærstu fylkinganna og sviptingar í hægri blokkinni því Framfaraflokkurinn mælist stærstur. Kannanir sýna munurinn á rauðgrænu og borgaralegu blokkunum er lítill og kosningabaráttan hefur tekið mið af því - hún hefur verið afar hörð.

Frumflutt

6. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,