Heimskviður

195 - Raddir frá átakasvæðum og Ástralíuferð Karls Bretakonungs

Við ætlum fjalla um stríð og frið. Það er víst nóg af því fyrrnefnda sérstaklega eins og við sjáum í fréttum alla daga, bæði í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Við heyrum í þremur viðmælendur sem lýsa því hvernig er búa við stríð og það þekkja þau vel. Þau eru frá Palestínu, frá Líbanon og frá Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við þau öll, og ekki bara um stríð, heldur líka frið og friðarhorfur.

Karl þriðji Bretakonungur er kominn til Ástralíu. Opinber heimsókn hans og Camillu drottningar hófst í gær. Þetta er í sautjánda sinn sem Karl ferðast til Ástralíu en þetta er fyrsta heimsóknin frá því hann varð konungur. Líka í fyrsta sinn sem Bretakonungur kemur til Ástralíu og kannski líka í það síðasta, því þessar heimsóknir kóngafólksins vekja alltaf upp umræðuna í Ástralíu, hvort Ástralar þurfi yfir höfuð vera undir bresku konungsfjölskyldunni. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið.

Frumflutt

19. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,