Heimskviður

Sumarheimskviður - Hvalveiðar Japana og Geirfuglinn

Við rifjum upp umfjöllun um hvalveiðar Japana í þættinum í dag. Þar hefur dregið úr neyslu á hvalkjöti og stuðningi við veiðarnar. En stuðningur við hvalveiðar í Japan er ekki endilega byggður á því fólk vilji borða kjötið, heldur varðveita menningu.

Svo förum við með Birni Malmquist í heimsókn á belgíska náttúruminjasafnið í Brussel þar sem hann stóð augliti til auglitins við síðasta geirfuglinn. Það er talið hann hafi verið drepinn í Eldey sumarið 1844, fyrir rúmum 180 árum. Björn talaði við Gísla Pálsson, fyrrverandi prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, sem hefur fjallað ítarlega um sögu og útdauða geirfuglsins. Hann segir fuglinn og sögu hans svo mikilvæga því hún sannfærði menn um aldauði af mannavöldum væri stórt vandamál og því þyrfti snúa vörn í sókn.

Frumflutt

21. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,