Heimskviður

201 - Úkraínsku börnin og erfiðleikar Scholz

Stjórnvöld í Úkraínu hafa skráð tuttugu þúsund börn sem talið er Rússar hafi numið á brott og send til Rússlands. Samtök og úkraínska ríkið vinna því börnin til baka. Sum börnin ættleiða rússneskar fjölskyldur - þau sem eldri eru herþjálfun og eru látin berjast með Rússlandsher á víglínunni í Úkraínu.

Börnin eru látin hafa rússnesk fæðingarvottorð og Úkraínuforseti segir þetta hluta af þjóðarmorði Rússa, verið ræna þau því vera úkraínsk. Þau séu gerð rússnesk. Talsmaður samtakanna Sava Ukraine, sem vinna því börnin til baka, segir þetta vera mesta harmleik hennar kynslóðar.

Olof Scholz, kanslari Þýskalands, sleit stjórninni í byrjun nóvember eftir miklar innri deilur og boðaði til kosninga. Staða hans er erfið og Jafnaðarmannaflokksins sem hann leiðir líka en það verður ekki kosið fyrr en í lok febrúar og því getur ýmislegt gerst. Hann verður kanslaraefni flokksins en samkvæmt könnunum er ekki líklegt hann nái halda áfram. Það er óvenjulegt þýsk stjórn nái ekki klára kjörtímabilið. Síðustu fimm forverar hans sátu lengur lengur en eitt kjörtímabil og sumir gott betur en það, en bæði Angela Merkel og Helmut Kohl gegndu þessu embætti í sextán ár.

Frumflutt

30. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,