Heimskviður

231 - Friður á Gaza, leiðtogakrísa í Evrópu og @ merkið

Við fjöllum um vopnahlé á Gaza og langa og grýtta leið til friðar milli Ísraela og Palestínumanna. Við tölum við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Miðausturlands, um framhaldið og hlutverk Hamas í friðarviðræðunum. Svo fjöllum við um stjórnarkreppuna í Frakklandi og þá erfiðu stöðu sem margir Evrópuleiðtogar eru í um þessar mundir, þar sem hart er sótt þeim bæði úr austri og vestri. Trump Bandaríkjaforseti vill Evrópuríkin sjái sjálf um varnir Evrópu og Pútín Rússlandsforseti reynir á meðan á samstöðu ríkjanna og einingu, með skemmdarverkum, njósnum og drónaflugi sem leiðtogar Evrópusambandsins hóta því af svara af krafti.

Svo ætlum við skoða táknið sem við þekkjum öll og notum mörg oft á dag, það er @ merkið góða, en það er núna sýningagripur á nýlistasafninu í New York. En merkið á sér nokkur þúsund ára sögu og hefur þar af leiðandi ekki aðeins verið notað í hinum stafræna heimi.

Frumflutt

11. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,