Heimskviður

206 - Stækkunarmöguleikar og staða Evrópusambandsins og aldarafmæli The New Yorker

Áform um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi um framhald aðildarviðræðna Íslands hafa þegar vakið upp umræðu um kosti þess og galla fyrir okkur verða hluti af þessu bandalagi. En hvernig er staðan á stækkunarmálum hjá Evrópusambandinu almennt? eru verða tólf ár síðan nýtt ríki bættist í hópinn og það eru meira en tveir áratugir síðan stóra stækkunin átti sér stað, þegar tíu ríki, flest þeirra í austurhluta Evrópu, fengu inngöngu. Það fækkaði svo auðvitað um eitt, þegar breskir kjósendur samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Það voru einmitt fimm ár í gær frá því Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu. En hvernig standa þessi mál núna og við hverju mætti búast á næstu misserum, fari svo við ákveðum halda áfram með viðræður? Björn Malmquist fjallar um málið.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um aldarafmæli tímaritsins The New Yorker. fögnum aldarafmæli tímaritsins The New Yorker. Tímaritið er eitt það mest lesna í heiminum og þykir bæði veita innsýn inn í hugarheim New York-borga og Bandaríkjamanna um leið. Blaðið er frjálslynt í efnisvali sínu, en hampar á sama tíma því sem stendur tímans tönn og margt í blaðinu hefur lítið breyst þau 100 ár sem það hefur verið gefið út. Oddur Þórðarson flettir með okkur í gegnum 100 ára sögu New Yorker og ræðir við Halldór Baldursson, teiknara, sem á risastóra bók með öllum þeim mörgþúsund skrýtlum sem birst hafa í blaðinu.

Frumflutt

1. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,