Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógúllinn P. Diddy á yfir höfðu sér rúmlega fjörtíu ákærur vegna kynferðisofbeldis, mansals, nauðgana og annars grófs ofbeldis. Réttarhöldin hefjast í byrjun maí. Stór og öflug skaðabótafyrirtæki hafa safnað frásögnum af ofbeldinu úr ýmsum áttum og fengu um 26.000 ábendingar um ofbeldi, flestar í gegnum samfélagsmiðla.
Nokkur hundruð þeirra eru metnar trúðverðugar og um fjörtíu mál hafa verið höfðuð. Hóp- eða fjöldamálsóknir af þessu tagi eru algengar í Bandaríkjunum. Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir bæði kosti og galla við málsóknir af slíku tagi. Helstu ókostirnir séu þeir að þær séu mjög timafrekar, sem komi bæði niður á þolendum og gerendum, og að fyrirtækin séu gjörn á að safna fleiri sögum af ofbeldi í hagnaðarskyni.
Samtökin Læknar án landamæra hafa lýst Gaza sem heimsins hættulegasta stað fyrir börn. Ísraelsher hefur síðan haustið 2023 drepið þar tugi þúsunda, börn og fullorðna - og sært enn fleiri.
Tíu börn á dag, að meðaltali, misstu annan fótinn eða báða, samkvæmt samantekt frá Barnaheillum 7. janúar í fyrra, þegar þrír mánuðir voru frá því Ísraelar hófu árásir. Margir læknar segjast aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt áður.
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru hlutfallslega hvergi í heiminum fleiri börn sem hafa misst útlimi. Eitt þessara barna, Asil Al-Massri, er í dag átján ára og býr á Íslandi. Hún sagði Dagnýju Huldu Erlendsdóttur sögu sína.