Heimskviður

Sumarheimskviður - Kynbombur

Kynbombur verða til umfjöllunar í þættinum í dag. Fyrir 35 árum skaust Pamela Anderson fram á sjónarsviðið sem kyntákn - bæði í tímaritum og sjónvarpsþáttunum um Strandverðina sem slógu í gegn um allan heim. er hún aftur farin leika í kvikmyndum og hefur meira segja verið tilnefnd til verðlauna. Það hefur gengið á ýmsu í hennar lífi þess á milli, en hún hefur meðal annars notað stöðu sína til berjast fyrir sínum hugðarefnum, meðal annars dýravernd og frelsun Julian Assange ritstjóra Wikileaks. Hallgrímur Indriðason rýnir í níu líf Pamelu Anderson. Svo fjallar Dagný Hulda Erlendsdóttir um undirfatafyrirtækið Victoria's secret, sem í vetur hélt sína fyrstu stóru tískusýningu í sex ár. Undirfatafyrirtækið hefur verið í mótbyr síðan 2018 og ekki ástæðulausu. Það hefur verið sakað um slæma framkomu við fyrirsætur og sýna aðeins ofurgrannar og ungar konur í auglýsingum sínum og á tískusýningum.

Frumflutt

23. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,