Heimskviður

229 - Ljósmyndirnar sem breyttu heiminum og upplýsingaáróður í stríði

World Press Photo fagnar 70 ára afmæli á árinu. Samtökin fóru í naflaskoðun í tilefni tímamótana. Við ræðum við Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóra World Press Photo, í þættinum og rifjum upp eftirminnilegustu fréttaljósmyndir sögunnar. Myndir sem breyttu heiminum.

Svo segir Dagný Hulda Erlendsdóttir okkur allt um upplýsingaáróður í stríði. Þessi upplýsingahernaður er margslunginn. Hann er í fjölmiðlum, í orðræðu stjórnmálamanna, á rásum á YouTube, mikið á samfélagsmiðlum, bæði í færslum og ummælum við færslur. Við ræðum við konu frá Úkraínu sem segir meira segja þar í landi trúa einhverjir árórðri Rússa um stríðið sem Úkraínumenn finna vel fyrir á eigin skinni. Svo kemur spákona líka við sögu í umfjölluninni og sérstök deild Ísraelshers sem hefur það hlutverk dreifa rógi og lygum um blaðamenn á Gaza.

Frumflutt

27. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,