Heimskviður

208 - Færeysk nöfn og indverska efnahagsundrið

Joensen, Hansen, Jacobsen og Olsen voru algengustu ættar- eða eftirnöfnin í Færeyjum fyrir tíu árum. Núna er þetta breytast og Færeyingar farnir gera miklu meira af því kenna sig við heimahagana. Eða gera eins og Íslendingar og kenna sig við foreldra sína og enda nöfnin á -son eða -dóttir. Við ræðum þessar breytingar við Hönnu í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi, Elsbu Danjálsdóttur, sem vinnur í sendiráðinu, og Pál Björnsson sagnfræðing.

Svo fjöllum við um Indland, sem stefnir því verða stórveldi 21. aldarinnar. Mikilvægi Indlands alþjóðlega er aukast og til marks um það var Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, með þeim fyrstu sem Trump Bandaríkjaforseti bauð til sín í Hvíta húsið. En það bíða margar áskoranir heima fyrir þrátt fyrir mikinn uppgang í efnahagslífinu síðustu ár. Við ætlum fjalla um hvaða leiðir Indverjar geta farið til þess verða eitt af farsælustu stórveldum 21. aldarinnar.

Frumflutt

15. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,