Heimskviður

Sumarheimskviður - Loftslagsbreytingar

Við fjöllum um áhrif loftslagsbreytinga í þættinum í dag og förum víða, förum í kælifrí á norðlægar slóðir og förum til Ástralíu og Suðurskautslandsins. Við byrjum í kuldanum á Suðurskautslandinu en leiðangursmenn þar komust í heimsfréttirnar í vor þegar maður sem þar er í rúmlega árslöngum leiðangri var sakaður um gróft ofbeldi og líflátshótanir gegn félögum sínum í leiðangrinum. Hann var sagður hafa ráðist á félaga sinn og líka sakaður um kynferðisofbeldi. Og það sem flækti svo þessa stöðu var það þurfti leysa úr þessu á staðnum. Það er mjög kostnaðarsamt og erfitt í framkvæmd flytja einhvern þaðan og því urðu leiðangursmenn greiða úr þessu sjálfir. Þeir eru enn í rannsóknarstöðinni sem heitir Sanae IV og verða fram í desember.

Í lok þáttarins förum við svo í kælifrí, sem kallast coolcation upp á ensku, og er ein af tískubylgjunum í ferðamennskunni. Í hitabylgjum síðustu sumur í Suður-Evrópu hefur það færst í aukana íbúar þar velji sér milt eða jafnvel kalt loftslag á norðlægum slóðum til fara í frí.

Frumflutt

2. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,