Heimskviður

215 - Stríðshrjáð svæði - Úkraína og Sýrland

Stríðið í Sýrlandi tók snöggan endi eftir tæplega 14 ár í byrjun desember. Eftir situr þjóð í sárum, helmingurinn á flótta og heil kynslóð sem ólst upp við borgarastríð. Þótt síðustu mánuðir hafi ekki verið friðsamlegir með öllu eru Sýrlendingar farnir þora aftur heim vitja heimila sinna. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við mann sem býr hér á Íslandi en er í Sýrlandi núna eftir meira en áratug á flótta. Við heyrum hans sögu.

Svo förum við til Úkraínu með Birni Malmquist, en hann fór nýlega til Kyiv og reyndar víðar um Úkraínu. Í borginni Poltava hitti hann Tetiönu Bardinu, sem er aðstoðarborgarstjóri í Poltava. Hún lýsir mannskæðri árás Rússa á skóla í borginni í fyrra og segir erfitt búa við það önnur slík árás geti verið gerð á hverri stundu. Björn hitti líka Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi og einnig gagnvart Úkraínu. Hann lýsir þeim verkefnum sem Ísland styrkir í Úkraínu. En síðustu þrjú ár hafa íslensk stjórnvöld varið um ellefu og hálfum milljarði króna í stuðning við Úkraínu, rúmlega helmingur þess hefur farið í hernaðarlega aðstoð og hinn helmingurinn í mannúðar- og efnahagslegan stuðning.

Frumflutt

5. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,