Heimskviður

42 | Flóttinn yfir Ermasund, morðið á Hariri og hin nýja Múlan

Í öðrum þætti haustins er fjallað um flóttann yfir Ermasundið. Þúsundir flóttamanna hafa það sem af er ári farið frá Frakklandi til Bretlands yfir Ermasundið á misgóðum bátum, rétt eins og gerðist við Miðjarðarhaf fyrir fimm árum, til óska eftir hæli í Bretlandi. Þegar hefur orðið eitt dauðsfall af þessum sökum. Stjórnmálamenn kenna glæpagengjum og öðrum stjórnmálamönnum um, en hjálparstofnanir segja sökina kerfislæga, meðal annars í samevrópsku hælisleitendakerfi. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og ræðir meðal annars við Bridget Chapman, talsmann Kent Refugee Assistance Network, samtaka sem taka við fylgdarlausum börnum á flótta.

Heimskviður halda áfram fjalla um málefni Líbanon. Tveggja vikna útgöngubann tekur gildi í landinu í dag, vegna kórónuveirufaraldursins. En Covid-19 er aðeins ein af áhyggjum Líbana um þessar mundir. Ríkisstjórn landsins sagði nýverið af sér í kjölfar sprengingarinnar í Beirút í upphafi mánaðar þar sem 180 létu lífið. Óðaverðbólga er í landinu og atvinnuleysi mikið. Og ef þetta er ekki nóg, þá féll loks dómur í máli fjögurra sakborninga sem gefið var sök hafa myrt forsætisráðherra landsins árið 2005. Rannsóknin er umfangsmesta í sögu landsins, og óhætt er segja dómurinn hafi komið nokkuð á óvart. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við arabískukennarann Ala'a Burjas sem er búsettur í Beirút, um það stormviðri sem líbanska þjóðir gengur í gegnum.

Kvikmyndin um kínversku hetjuna Mulan verður frumsýnd fljótlega. Myndin, og sögupersónan, hafa hins vegar blandast nokkuð óvænt inn í mótmæli sem staðið hafa yfir í Hong Kong síðan í fyrra. hefur þeim nefnilega verið stillt upp sem andstæðum, konunni sem mótmælir stjórnvöldum í Kína, og leikkonunni, sem leikur hetjuna Mulan í nýrri kvikmynd. Birta Björnsdóttir segir okkur frá hinni nýju Múlan.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

21. ágúst 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,