Heimskviður

Eitrað fyrir eiginmönnum og loftslagsmálin

Fjöldi ungverskra kvenna tók upp á því eitra fyrir eiginmönnum sínum með afleiðingum yfir þrjú hundruð manns dóu. Þetta gerðist í ungversku þorpi fyrir um hundrað árum síðan. Höfuðpaurinn var ljósmóðir sem jafnan var kölluð Súsí frænka. Í störfum sínum kynntist hún vel aðstæðum fólks sem oft voru nöturlegar. Hún útvegaði konum því eitur og leiðbeindi þeim. Margir eiginmannanna í þorpinu beittu konur sínar ofbeldi og þær sáu enga aðra leið úr viðjum þess. Ástæðan fyrir því við fjöllum um málið núna er nýlega kom út bók þessa voveiflegu atburði í byrjun síðustu aldar. Bókin heitir The Women Are Not Fine, eða konurnar hafa það ekki gott. Við töluðum við höfundinn og hún segir karlarnir hafi síður en svo haft það gott heldur. En voru konurnar kaldrifjaðir morðingjar eða þolendur ofbeldis sem í örvæntingu sinni fundu ekki aðra leið út?

Svo fjöllum við um COP30 í Brasilíu, hvernig það gengur semja um aðgerðir til hætta notkun jarðefnaeldsneytis og þá gríðarlegu þróun sem orðið hefur í sólarorku. Þar skoðum við áform Ástrala sem ætla reisa stærðarinnar sólarorkuver og flytja þá orku alla leið til Singapúr, um 4.500 kílómetra langan sæstreng.

Frumflutt

22. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,