Heimskviður

228 - Raddir frá Palestínu og menningarstríð

Við heyrum raddir frá Palestínu og Ástralíu í Heimskviðum í dag, við ætlum fjalla um þjóðarmorð á Gaza og menningarstríð. Í vikunni bættist nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna í sístækkandi hóp þeirra sem segja Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza. Ísraelsher hóf landhernað í Gaza-borg, með skelfilegum afleiðingum, og á sama tíma beittu Bandaríkin enn og aftur neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. En hvernig tilfinning er það fylgjast með úr fjarlægð og búast við því hræðilegar fregnir af fjölskyldu og vinum á hverjum degi í nærri tvö ár? Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Palestínumenn sem reyna eftir fremsta megni aðstoða fjölskyldu og vini héðan frá Íslandi.

Og í seinni hluta þáttarins ætlum við fjalla um menningarstríð og innflytjendur, en ekki í Bandaríkjunum eða Bretlandi, þar sem umræða um þetta tvennt hefur farið mjög hátt síðustu vikur og reyndar síðustu ár, heldur í Ástralíu. Þar hafa undanfarið verið fjöldamótmæli sem gengu út á verja Ástralíu en það er mjög óljóst hvað það er sem á verja og hverjar ógnirnar eru.

Frumflutt

20. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,