• 00:00:43Offita á Norðurlöndunum
  • 00:14:46Höfundur Squid Game
  • 00:20:54Dansverkið Deildin

Kastljós

Holdafar Íslendinga, leikstjóri Squid Game og Deildin dansverk

Í nýrri samnorrænni rannsókn kemur í ljós Íslendingar eru þyngstir Norðurlandabúa. Tæplega 70% fullorðinna mælast annað hvort í yfirþyngd eða með offitu og það sama á við um fjórðung barna. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti landlæknis og Hildur Thors, læknir í offituteymi Reykjalundar ræddu stöðuna.

Suður-kóresku þættirnir Squid game eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir fyrr og síðar, en þeir fjalla um fólk í fjárkröggum sem keppir upp á líf og dauða í vinsælum barnaleikjum. Í þættinum er rætt við höfund og leikstjóra þáttanna.

Einnig sýnt frá dansverkinu Deildinni, sem er nokkurs konar sambræðingur af dansi og knattspyrnu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

2. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,