Kastljós

Utanríkisráðherra Palestínu, keppir í bakstri í Danmörku

Samkomulag hefur náðst milli Hamas og Ísraels um binda enda á stríðið á Gaza. Varsen Aghabekian utanríkisráðherra Palestínu er á Íslandi, þar sem hún verður gestur á árlegri friðarráðstefnu í Höfða á morgun. Við hittum ráðherrann á þessum vonandi sögulegu tímamótum.

Margrét Sól Torfadóttir er nemi í læknisfræði í Kaupmannahöfn. Frítími læknanema er af skornum skammti og hver mínúta af hennar fer í bakstur, sem raunar fer fram á keppnisstigi í danska ríkissjónvarpinu - í raunveruleikaþáttunum Den Store Bagdyst.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

9. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,