Kastljós

Fimm ár frá brunanum á Bræðraborgarstíg og Jelena Ciric

Fimm ár eru frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í Reykjavík, þar sem þrír létust. Kveikt var í húsinu en óháð því höfðu aðrir þættir áhrif á eldsvoðinn varð mannskæður, Breytingar sem gerðar höfðu verið á húsinu voru ekki í samræmi við samþykktar teikningar og brunavarnir voru ófullnægjandi. Yfir 70 voru skráðir með heimilisfang í húsinu og veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Gestir Kastljós eru Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og og Regínu Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Söngkonan og söngskáldið Jelena Ciric er fyrsti dagskrárþulur Rásar 1 af erlendum uppruna. Hún hefur búið á Íslandi í níu ár og segir yfirvöld ættu leggja meiri áherslu á íslenskukennslu. Við kíkum á vakt með Jelenu í lok þáttar.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

4. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,