• 00:00:55Áfengisneysla unglinga
  • 00:14:42Sálfræðingur í hesthúsi
  • 00:20:23Óli Ásgeirs

Kastljós

Unglingadrykkja, sálfræðingur í hesthúsi og Ólafur Ásgeirsson

Starfsfólk félagsmiðstöðva segist taka eftir aukinni drykkju ungmenna en aukninguna er ekki sjá í niðurstöðum Íslensku æskulýðrannsóknarinnar. Rætt um normalíseringu á áfengisneyslu, íslenska forvarnamódelið og fleira við Ragný Þóru Guðjohnsen, sem er í forsvari fyrir æskulýðsrannsóknina og Svövu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samfés.

Í þættinum fórum við í hesthús sem er ekki bara hestshús heldur líka sálfræðistofa. Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í því nýta dýr í meðferðarvinnu.

Einnig rætt við Ólaf Ásgeirsson leikara um lífið, leiklistina og grínið. Hann hefur slegið í gegn í sýningum á borð við Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og er einn höfunda áramótaskaupsins í ár.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,