• 00:00:55Áfengisneysla unglinga
  • 00:14:42Sálfræðingur í hesthúsi
  • 00:20:23Óli Ásgeirs

Kastljós

Unglingadrykkja, sálfræðingur í hesthúsi og Ólafur Ásgeirsson

Starfsfólk félagsmiðstöðva segist taka eftir aukinni drykkju ungmenna en aukninguna er ekki sjá í niðurstöðum Íslensku æskulýðrannsóknarinnar. Rætt um normalíseringu á áfengisneyslu, íslenska forvarnamódelið og fleira við Ragný Þóru Guðjohnsen, sem er í forsvari fyrir æskulýðsrannsóknina og Svövu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samfés.

Í þættinum fórum við í hesthús sem er ekki bara hestshús heldur líka sálfræðistofa. Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í því nýta dýr í meðferðarvinnu.

Einnig rætt við Ólaf Ásgeirsson leikara um lífið, leiklistina og grínið. Hann hefur slegið í gegn í sýningum á borð við Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og er einn höfunda áramótaskaupsins í ár.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,